Stúlkan í turninum

Stúlkan í turninum
Höfundur: Snorri Sigfús Birgisson
Starfsárið: 2005-2006

Árið 2004 var Snorri Sigfús Birgisson tónskáld fenginn til að semja tónverk til flutnings á skólatónleikum hljómsveitarinnar. Snorri samdi tónverk við söguna Stúlkan í turninum eftir Jónas Hallgrímsson og skilaði tónverki til flutnings fyrir 13 manna sinfóníettu haustið 2004. Vegna verkfalls grunnskólakennara var verkið ekki tekið til flutnings fyrr en haustið 2005. Haldnir voru 26 tónleikar í 18 skólum og hlaut verkið afar góðar viðtökur. Má segja að Snorri hafi fylgt verkinu vel eftir því hann var sjálfur sögumaður á tónleikunum.

Hljófæraleikarar:
Björn Leifsson
Daníel Þorsteinsson
Gunnar Þorgeirsson
Helgi Svavarsson
Hjálmar Sigurbjörnsson
Kaldo Kiis
Katarzyna Janas
Marcin Lazarz
Marika Alavera
Pawel Panasiuk
Pál Barna Szabó
Petrea Óskarsdóttir
Vemund Bergland