Aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands frá stofnun hennar er Guðmundur Óli Gunnarsson og hefur hann stjórnað flestum tónleikum hljómsveitarinnar. Gestastjórnendur SN hafa verið fjórir talsins. Gerrit Schuil stjórnaði á Vínartónleikum hljómsveitarinnar í febrúar 1994. Í október 1998 stjórnaði Giovanni Andreoli tónleikum sem voru haldnir til minningar um Jóhann Konráðsson söngvara. Í maí árið 2002 stjórnaði Oliver Kentish tónleikum þar sem flutt voru verk eftir W.A. Mozart og L. van Beethoven og í febrúar 2008 var norskur stjórnandi Bjarte Engeset fenginn til að vinna með hljómsveitinni. Á þeim tónleikum voru m.a. leikin verk eftir J. Ibert og L. van Beethoven. Vonast er til að fleiri tækifæri gefist í framtíðinni að fá gestastjórnendur til liðs við hljómsveitina.
Bjarte Engeset
Gerrit Schuil
Giovanni Andreoli
Guðmundur Óli Gunnarsson
Oliver Kentish