Starfsfólk Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands

Framkvæmdastjórar
Við stofnun SN haustið 1993 var ákveðið að ráða framkvæmdastjóra. Um var að ræða lítið starfshlutfall fyrstu árin og stundum var verkefnaráðið fyrir hverja tónleika. Með auknum fjárframlögum til hljómsveitarinnar varð þó smám saman breyting á og sumarið 2002 var starf framkvæmdastjóra orðið fullt starf.

Aðalhljómsveitarstjóri
Við stofnun SN var Guðmundur Óli Gunnarsson ráðinn sem aðalhljómsveitarstjóri hljómsveitarinnar. Í starfi hans felst m.a. að veita framkvæmdastjóra og stjórn hljómsveitarinnar faglega ráðgjöf varðandi starf hljómsveitarinnar og einnig að starfa í verkefnavalsnefnd.

Aðrir starfsmenn
Lárus H. List hefur gegnt starfi sviðsmanns og aðstoðarmanns framkvæmdastjóra frá árinu 1999. Fram að þeim tíma höfðu ýmsir komið að því að undirbúa svið og tónleikasali fyrir tónleika. Oft voru það foreldrafélög við Tónlistarskólann á Akureyri sem nýttu þessa vinnu sem fjáröflun.

Á árunum 2005-2008 fjölgaði verkefnum hljómsveitarinnar talsvert m.a. vegna þess að ýmsir utanaðkomandi aðilar fengu hljómsveitina til samstarfs. María Vilborg Guðbergsdóttir og Svanhildur Sæmundsdóttir tóku að sér ýmis verkefni fyrir hljómsveitina á árunum 2007 og 2008.

Björn Þórarinsson
Hafliði Helgason
Magna Guðmundsdóttir
Margrét Björgvinsdóttir
Olga Pálsdóttir
Sigurbjörg Kristínardóttir
Þórarinn Stefánsson
Þórgnýr Dýrfjörð
Þuríður Vilhjálmsdóttir