
Vefur þessi geymir upplýsingar um Sinfóníuhljómsveit Norðurlands frá stofnun hennar haustið 1993 til vors 2009. Á þessum tíma hefur hljómsveitin haldið yfir 100 tónleika auk fjölda skólatónleika og fest sig rækilega í sessi sem menningarstofnun á Norðurlandi.
Vefurinn byggir á gagnagrunni með upplýsingum um hljómsveitina sem hægt er að kalla fram á marga mismunandi vegu. Einnig er hér að finna ýmislegt ítarefni um hljómsveitina; fundagerðir, ársskýrslur, fjölmiðlaumfjöllun o.fl.
Fram undan eru tímamót í starfi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands þegar Hof-menningarhús á Akureyri verður tekið í notkun. Langþráður draumur rætist því í Hofi fær hljómsveitin aðstöðu til æfinga- og tónleikahalds. Meðal annars vegna þessara tímamóta ákvað ég að taka saman upplýsingar um hljómsveitina og skrásetja sögu hennar fyrstu sextán árin. Vefurinn er lokaverkefni mitt í meistaranámi í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands.
Janúar 2010, Magna Guðmundsdóttir